Virðing fyrir herbergisþernum
Hin síðari ár hefur öryggi herbergisþerna á hótelum vakið alþjóðlega umræðu: þyngri dýnur og rúm, gler, speglar og glansandi yfirborð hafa leitt til erfiðari vinnuskilyrða og aukins álags. Sú tilhneiging að þrýsta niður verði fyrir gistingu hefur valdið því að hótelþrifum er útvistað og atvinnuöryggi hótelþerna hefur minnkað. Afleiðingarnar eru óörugg vinnuskilyrði, lág laun og takmörkuð réttindi.
Hótelgestir vita sjaldnast hvernig það er að þrífa hótel og almenningur er ekki meðvitaður um álagið og óöryggið sem herbergisþernur búa við, sjá meira