AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kynferðislegt áreiti á vinnustöðum

Í pistli í Austurglugganum í þessari viku er fjallað um kynferðislegt áreiti er ungar stúlkur þurfa að þola. Í pistlinum er vísað til fiskvinnslu sem ekki er nafngreind. Skv. pistlahöfundi, Þórunni Ólafsdóttir, virðist ástandið lítið hafa batnað á fimmtán árum - eða frá því hún sjálf starfaði við fiskvinnslu og þar til  sl. sumar er unglingsstúlka sem hún vitnar til, starfaði í sama húsi. Kynferðislegt áreiti er m.a. athugasemdir um vaxtarlag, um einkalíf og hvers kyns niðurlægjandi athugasemdir og atferli.

AFL Starfsgreinafélag fagnar því að umræða um kynferðislega áreitni eigi sér stað. Hvers kyns áreiti og einelti á vinnustöðum á ekki að líða.  Félagið hefur tekið á örfáum slíkum málum á liðnum árum - en lítið er um að leitað sé til félagsins vegna kynferðilegra áreitni. Hvers kyns einelti á að tilkynna til Vinnueftirlitsins og mun félagið aðstoða við það sé þess óskað. Nánari upplýsingar um kynferðilega áreitni og einelti má fá í þessum bæklingi svo og hér   http://www.vinnueftirlit.is/media/fraedslu--og-leidbeiningarit/einelti_og_kynferdisleg_vef.pdf. Einnig má vísa í reglugerð  Velferðarráðuneytisins http://www.vinnueftirlit.is/media/sem-heyra-undir-vinnuvernd/B_nr_1009_2015.pdf og  Lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum sem tekur m.a. á þessum málaflokk - sjá  http://www.althingi.is/lagas/nuna/1980046.html

Félagið hvetur þá sem verða fyrir áreitni eða verða vitni að slíku - til að hafa samband við félagið eða trúnaðarmann þess á staðnum. 

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi