Trúnaðarmanna- námskeið í Staðaborg
Þá er enn einu frábæru trúnaðarmannanámskeiði lokið. Að þessu sinni sóttu 17 trúnaðarmenn víðsvegar af félagssvæðinu námskeiðið, sem þótti takast með miklum ágætum. Fyrri daginn hafði Guðmundur Hilmarsson Starfsmaður ASÍ völdin og var farið yfir lestur launaseðla og ýmsar reiknikúnstir þar að lútandi. Vakti það upp gamla góða takta við prósentu og tuga brota reikning viðstaddra. Seinni daginn hafði formaður félagsins Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir völdin og fór hún yfir starfsemi félagsins, kjarasamninga og sjóði.
Sem sagt, frábærir dagar að baki og óhætt að segja að þessi kjarni félagsins, trúnaðarmennirnir, hafi verið ótrúlega virkir og áhugasamir. sjá myndir