AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Breytingar á sölu flugmiða með Flugfélaginu Ernir

Ernir

Frá og með 6. júní breytist fyrirkomulag á sölu afsláttarmiða á flugleiðinni Höfn – Rvík þannig að í stað flugávísunar fá félagsmenn AFLs afhentann bókunnarkóða.

Félagsmaðurinn sér síðan sjálfur um að bóka flugið á heimasíðu flugfélagsins  www.ernir.is og þar þarf því að slá inn kennitölu félagsmannsins og bókunarkóðann til að greiða fyrir flugið.

Hægt verður að kaupa kóðann í gegnum síma og mun félagið taka við símgreiðslu kreditkorta fyrir flugmiða. Einnig verður hægt að millifæra andvirði miðans – en þá þarf félagsmaður að vera í sambandi við starfsmenn félagsins fyrst því senda þarf afrit greiðslukvittunar á þann starfsmann sem afgreiðir síðan kóðann.

Mjög mikilvægt er að millifæra ekki fyrst og hafa síðan samband við félagið – heldur byrja á að ná sambandi við starfsmann og fá netfang hans

Flugfélagið Ernir mun fyrstu dagana aðstoða félagsmenn án endurgjalds við að bóka flugferð með bókunnarkóða en um miðjan júní verður farið að taka bókunargjald og einnig gjald fyrir að breyta flugi. Þessi gjöld eru AFLi óviðkomandi.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi