AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sjálfboðaliðar hjá Móðir Jörð - ókeypis vinnuafl í samningsbundnum störfum

AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra heimsóttu í dag Móðir Jörð í Vallanesi. Tilefni var að kanna skráningu starfsmanna og ráðningarkjör. Á staðnum voru 5 sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf og nokkrir launaðir starfsmenn - flestir erlendir og tilltölulega nýkomnir til landsins.  Tveir starfsmannanna voru með kennitölur en aðrir þrír áttu von á kennitölu næstu daga enda búið að sækja um. Enginn starfsmanna var með undirritaðan ráðningarsamning.

Ekki hefur verið sótt um kennitölur fyrir sjálfboðaliðana - og voru einhverjir þeirra frá löndum utan EES og hafa ekki sjálfkrafa heimild til að sinna störfum á Íslandi án atvinnuleyfis. 

 Vallanes

Skv. upplýsingum forráðamanna Móður Jarðar eru sjálfboðaliðarnir á vegum samtaka sem sendir fólk víða um heim til að vinna sjálfboðastörf við t.d. umhverfisvæna jarðrækt. Einnig kom fram að um einhvers konar námssamninga væri að ræða án þess að það væri útskýrt nánar.

Í bréfi Ríkisskattstjóra til Alþýðusambands Íslands 11. mars sl. sjá hér, kemur skýrt fram að sjálfboðaliðar sem þiggja hlunnindi - þ.e. fæði og húsnæði eru sjálf skattskyld af verðmæti þeirra hlunninda og fyrirtæki sem tekur við "gjafavinnu" er skattskylt um sem svarar verðmæti þeirrar vinnu sem er gefin.  

Fulltrúi Vinnumálstofnunar í heimsókninni kvaddi síðan til lögreglu til að fá tekna skýrslu af sjálfboðaliðum.

 

 

Vallanesi

 Sjálboðaliðastörf í þjónustugreinum og landbúnaði eru eins og faraldur um þessar mundir og hafa fulltrúar stéttarfélaga komið á vinnustaði þar sem á annan tug sjálfboðaliða skúra gólf og ganga um beina eins og ekkert sé - og þá með skírskotun til þess að um starfsþjálfun sé að ræða.  Þetta er að verða alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði og einn angi af svartri atvinnustarfssemi sem kemur sér hjá því að greiða skatta og skyldur til samfélagsins eins og aðrir - en vilja sitja að gróðanum. 

Verkalýðsfélögin semja um lágmarkskjör í landbúnaði og það eru sannarlega ekki há laun sem þar er samið um. Það gerir samningsstöðuna verri en ella - að bændur virðast geta sótt sér lífsþreytta millistéttarunglinga til nágrannalandanna sem koma hingað uppá sportið og ganga í störf fólks sem þarf að lifa af launum sínum. Þessir bændur selja síðan sínar afurðir á sömu mörkuðum og aðrir og er ekki að sjá að tekið sé tillit til þess að vinnuaflið sé ókeypis þegar varan er verðlögð.

Á meðan einhvers launaskriðs gætir á vinnumarkaði og ekki síst meðal stjórnenda þá er ekkert launaskrið í lægst launuðu störfunum svo sem í ferðaþjónustu og þar er verið að greiða fullorðnu fólki með áralanga reynslu skv. lágmarkstöxtum og ef fólk kvartar er því sagt að það sé nóg af sjálfboðaliðum til að ganga í störf þeirra.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi