Sjómenn felldu!
Niðurstaða liggur nú fyrir úr atkvæðagreiðslu sjómanna um kjarasamninginn milli SSÍ og SFS sem undirritaður var þann 24. júní síðastliðinn. Atkvæðagreiðslan var sameiginleg meðal félagsmanna aðildarfélaga Sjómannasambandsins. Á kjörskrá voru 1.739 og af þeim kusu 670 eða 38,5% þeirra sem voru á kjörskrá.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er eftirfarandi:
Já sögðu | 223 | 33,3% |
Nei sögðu | 445 | 66,4% |
Auðir og ógildir | 2 | 0,3% |
Samtals | 670 | 100,0% |