AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Bein útsending frá ráðstefnu 12. janúar

Radstefna12janStarfsgreinasamband Íslands boðar til ráðstefnu þann 12. janúar 2017 um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu. Sjónvarpað verður beint frá ráðstefnunni í gegnum facebook-síðu Starfsgreinasambandsins og eru félagar um allt land hvattir til að nýta sér tæknina.

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að því hvort starfsfólk velur sér sjálft þessi störf og hvaða áhrif störf sem eru ekki með hefðbundinn vinnutíma hafa á lífsgæði fólks. Hvað getur starfsfólk gert til að draga úr streitu í vaktavinnu? Getur fólk valið að vinna fulla vinnu eða eru hlutastörf dulbúin kjaraskerðing? Hvernig eru kynjahlutföll meðal starfsfólks með óhefðbundinn vinnutíma? Hefur óhefðbundinn vinnutími áhrif á heilsu starfsfólks og þá hvernig? Þessum spurningum og fleiri verður velt upp á ráðstefnunni en dagskráin er blanda af reynslusögum starfsfólks, kynning á niðurstöðum nýlegra rannsókna og umfjöllun sérfræðinga um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum óhefðbundins vinnutíma. Ráðstefnan fer fram á Hotel Natura og hefst hún klukkan 12:30 og stendur til 16:30. Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna ef mætt er á staðinn.

Skráning

Dagskrá 12:30 

Setning. 12:40 Innlegg frá félagsmanni. 12:50 Kynning á niðurstöðum norrænnar rannsóknar um hlutastörf, tíðni þeirra og ástæður. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði hjá Háskóla Íslands. 13:35 Tímabundin störf og heilsufar á Íslandi: Niðurstöður úr heilsukönnun Hagstofu Íslands. Kolbeinn Hólmar Stefánsson, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands. 14:20 Kaffihlé. 14:40 Innlegg frá félagsmanni. 14:50 Nýjustu rannsóknir á áhrifum streitu á heilsu og hver eru úrræðin! Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og yfirmaður Streiturannsóknastofnunar Gautaborgar. 15:35 Leiðir til að líða betur í vaktavinnu. Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands. 16:20 Samantekt á niðurstöðum og ráðstefnuslit.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi