AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Orlofsferð 2017

Orlof2017Orlofsferð EiningarIðju og Afls Starfsgreinafélags sumarið 2017
Þýskaland-Luxemburg-Trier-Mósel-Rín
Farið verður til Þýskalands 3. til 10. júní 2017, ef næg þátttaka fæst.
Flogið frá Keflavík til Frankfurt og þaðan aftur til Keflavíkur.
Farið verður til Cochem, Lúxemborgar, Bernkastel-Kues, Trier, Rüdesheim, Koblenz.
Gist verður 5 nætur í nágrenni Bernkastel-Kues www.moselpark.de og 2 nætur í Rüdesheimwww.parkhotel-ruedesheim.de. Gist verður í tveggja manna herbergjum á hótelum.
Leiðsögumaður verður Harpa Hallgrímsdóttir, bílstjóri Sveinn Sigurbjarnarson og fararstjórar Björn Snæbjörnsson og fulltrúi frá Afli.
Verð kr. 225.000 á mann.
Óafturkræft staðfestingargjald er kr. 40.000.
Innifalið í verði:
- Akstur: Allur akstur erlendis. Flug: Keflavík – Frankfurt – Keflavík.
- Gisting: 7 nætur í tveggja manna herbergjum á hótelum með morgunverði.
- Sjö kvöldverðir innifaldir erlendis.
- Sigling á Rín, vínsmökkun hjá vínbónda.
Ekki innifalið í verði:
- Ferðir og gisting innanlands og aðgangseyrir í söfn og á áhugaverða staði þar sem greiða þarfaðgangseyri.
Ferðin er samstarfsverkefni Einingar-Iðju og AFLs Starfsgreinafélags.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi