Aukaársfundur Stapa og Birtu lífeyrissjóða
Stjórn Stapa lífeyrissjóðs boðar til aukaársfundar sjóðsins árið 2017. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 22. júní n.k. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri og hefst kl. 13:00.
Dagskrá:
- Samþykktarbreytingar
Breyta þarf samþykktum sjóðsins svo launamenn geti frá 1. júní nk. ráðstafað iðgjaldi umfram 12% í svokallaða tilgreinda séreign líkt og kveðið er á um í kjarasamningi ASÍ og SA frá 21. janúar 2016. Tillögur að breytingunum verður aðgengilegar á heimasíðu sjósins stapi.is a.m.k. tveim vikum fyrir fundinn. Hægt er að fá gögnin send í pósti sé þess óskað, beiðni sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Birta lífeyrissjóður boðar til aukaársfundar sem haldinn verður fimmtudaginn 22. júní n.k. að Hvammi, Grandhóteli Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík og hefst kl. 17:00
Dagskrá
- Drög að tillögum til breytinga á samþykktum Birtu lífeyrissjóðs, vegna heimildar til að ráðstafa viðbótariðgjaldi í tilgreinda séreign. sjá heimasíðu sjóðsins birta.is