AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Hækkun á mótframlagi í lífeyrissjóð frá 1. júlí 2017

Í síðustu kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins var samið um hækkun á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóð sem kemur inn í áföngum á samningstímanum.

0,5% kom til framkvæmda 1. júlí í fyrra

1,5% kemur til framkvæmda núna 1. júlí 2017

1,5% kemur til framkvæmda þann 1. júlí 2018

Frá þeim tíma verður mótframlag orðið 11,5% eða það sama og á opinbera markaðnum. Framlag launamanns verður áfram 4%

Launagreiðendur skila viðbótarframlaginu inn í lífeyrissjóðina sem hækkun á mótframlagi

Þeir launamenn sem vilja láta viðbótina renna inn í sameignina þurfa ekki að gera neinar ráðstafanir. Þeir launamenn sem vilja að viðbótin fari inn í tilgreinda séreign þurfa sjálfir að gera ráðstafanir til þess.

Það er gert með því að fara inn á heimasíðu sjóðsins www.stapi.is fyrir þá sem eru í Stapa lífeyrissjóði og fylla út umsóknareyðublað til að óska eftir að viðbótin fari inn á tilgreinda séreign. Þeir sem kunna að vera í öðrum lífeyrissjóðum fara með sama hætti inn á heimasíðu síns sjóðs.

Mikilvægt er að launafólk átti sig á því, að sé valið að ráðstafa viðbótinni í tilgreinda séreign, að hún veitir ekki aukinn rétt í áfallatryggingum (örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri) heldur safnast bundna séreignin upp með svipuðum hætti og hinn hefðbundni séreignarsparnaður.

Inni á heimasíðum sjóðanna er að finna frekari upplýsingar og von er á reiknivél til að auðvelda fólki að átta sig á þeim mismun á réttindum sem viðbótin veitir eftir því hvort hún er sett í sameignina eða tilgreindu séreignina.

Starfsmenn hjá sveitarfélögum og hjá ríkisstofnunum hafa fengið þessar viðbætur á mótframlagi fyrir nokkrum árum síðan, þeir geta einnig ráðstafað hluta hennar inn í tilgreinda séreign frá og með 1. júlí 2017.

Ekki hefur verið samið um þessa viðbót á mótframlagi í lífeyrissjóði fyrir sjómenn.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi