AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Hver tekur forystu í baráttu vetrarins?

Í kjölfar þess að Alþýðusamband Íslands sendi út skýrslu um aukna skattbyrði á láglaunafólk sendi formaður VR forystu Alþýðusambandsins þung skeyti þar sem ábyrgð á skattbyrðinni var velt á forystu verkalýðshreyfingarinnar. Af því tilefni ályktaði stjórn AFLs Starfsgreinafélags í gærkvöldi:

 

"Stjórn AFLs Starfsgreinafélags lýsir furðu á yfirlýsingu formanns VR að ábyrgð á hækkun skattbyrði á láglaunahópa samfélagsin hvíli hjá verkalýðshreyfingunni. AFL minnir á að það eru stjórnvöld hverju sinni sem ráða skattbyrði og reynsla liðinna ára hefur verið að stjórnvöld hafa haft áskoranir Alþýðusambandsins að engu.

Stjórn AFLs fagnar hins vegar baráttuhug sem greina má í málflutningi formanns VR og telur því ljóst að félagið muni fara í fararbroddi í kjarabaráttu vetrarins.  Formaðurinn situr í fámennri samninganefnd Alþýðusambandsins og hefur því bein áhrif á það hvort forsenduákvæði kjarasamninga verði notuð til að segja upp samningum.  Stjórn AFLs vill hvetja formann VR til að axla ábyrgð á stöðu sinni og láta verkin tala.

Fari VR í forystu í kjarabaráttu vetrarins mun ekki standa á AFLi Starfsgreinafélagi að fylgja eftir."

Samþykkt á stjórnarfundi 11. september 2017

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi