AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Góður sigur í hæstarétti!

Fullur sigur vannst í Hæstarétti sl. föstudag í máli er lögmaður AFLs, Eva Dís Pálmadóttir, hrl, hefur rekið fyrir félagsmann AFLs er varð fyrir alvarlegu vinnuslysi í janúar 2013.  Félagsmaðurinn, sem vann við rafsuðu hjá VHE, fékk rafstraum í höfuðið og sagðist næst hafa munað eftir sér standandi fyrir utan klefann sem hann vann í. Honum var ekið til læknis en engar frekari ráðstafanir gerðar af fyrirtækinu, VHE.  Vinnuslys þetta var ekki tilkynn og ekki rannsakað.  Félagsmaðurinn glímdi síðan við höfuðverki og sjóntruflanir þar til hann hætti að vinna í ágúst en til AFLs leitaði hann ekki fyrr en í desember sama ár.

AFL fól Evu Dís að gæta hagsmuna félagsmannsins og var þegar farið í að tilkynna slysið til réttra aðila en Vinnueftirlitið rannsakaði ekki slysið þar sem svo langt var liðið frá því það gerðist þegar það var loks tilkynnt.

Tryggingafélag VHE hafnaði síðan kröfu félagsmannsins um bætur úr ábyrgðartryggingu en greiddi skv. skilmálum um launþegatryggingu.  AFL fól þá lögmanni í samráði við félagsmanninn að leita til úrskurðarnefndar tryggingafélaga og þar lá fyrir úrskurður í ársbyrjun 2015 þar sem tekið var undir kröfu okkar.  Í kjölfar þess höfðaði lögmaður AFLs mál fyrir héraðsdómi Austurlands snemma árs 2016 gegn VHE og  Sjóvá, til viðurkenningar á skaðabótaskyldunni.. Málið vannst en var síðan áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp sinn úrskurð á föstudag.

Meðal málsaðstæða sem vert er að vekja athygli á er að mati héraðsdóms hafði VHE verulega vanrækt tilkynningar og rannsóknarskyldu sína varðandi slysið og ennfremur að VHE hafi vanrækt verkstjóraskyldur með því að tryggja ekki fullnægjandi fræðslu og leiðbeiningar um hættur í vinnuumhverfinu og með því að ekki var framkvæmt áhættumat vegna verksins sem unnið var að.  Hæstiréttur staðfestir héraðsdóminn.

Félagsmaðurinn hefur glímt við veikindi frá því slysið varð en eftir er að meta varanleg áhrif slyssins.

Dóminn má sjá hér Dómur hæstaréttar

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi