AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Hækkun á leiguverði orlofsíbúða AFLs

AFL Starfsgreinafélag hefur hækkað leiguverð á orlofsíbúðum félagsins. Jafnframt er verðbil milli íbúða af ólíkum stærðum aukið verulega. Er þetta gert eftir mikla umfjöllun innan stjórnar félagsins og stjórnar Orlofssjóðs. Tilgangur hækkunarinnar er m.a. að mæta hækkandi rekstrarkostnaði íbúðanna samfara aukinni þjónustu sem veitt er og auknum umsvifum en alls rekur félagið nú 21 íbúð í Reykjavík og fjórar á Akureyri. Fjárfesting í þessum íbúðum hefur tekið allt laust fé Orlofssjóðs og vegna annarra aðkallandi verkefna – s.s. endurnýjun orlofshúsa er nauðsynlegt að leigutekjur af íbúðunum standi alfarið undir sér. Hækkunin greinist í tvo þætti – þ.e. hækkun á upphafsgjaldi svo og hækkun á gjaldi fyrir hvern sólarhring. Upphafsgjaldið hækkar um 15 – 35% en þetta gjald er ætlað til að mæta kostnaði við þrif og þvott á rúmfatnaði. Ljóst er að sérstaklega varðandi stærri íbúðir þar sem margir gista hefur þetta gjald engan veginn staðið undir kostnaði. Hækkun á sólarhringsverði er frá 0% og upp í 20%. Með þessu hækkar meðalleiga félagsmanns – þ.e. meðalleiga allra íbúða er 3,5 sólarhringar – um 4% v. minnstu íbúðanna, 14% v. þriggja herbergja íbúða og 24% vegna 4ra herbergja íbúða. Vikuleiga eftir breytingar verður kr. 28.145 fyrir 2ja herbergja íbúðir, kr. 31.671 fyrir þriggja herbergja íbúðir og kr. 35.251 fyrir 4ra herbergja íbúðir. Það eru aðallega tvær ástæður fyrir því að verðbil milli íbúða eftir stærð er aukið. Í fyrsta lagi eru að jafnaði fleiri sem gista í stærri íbúðunum og því kostnaður við þvott rúmfata verulega hærri auk þess sem dýrara er að ræsta þær. Í öðru lagi hafa m.a. félagsmenn bent okkur á að vegna þess hversu litlu munaði á verði – hafi fólk tekið stærri íbúðir en kannski var full þörf á og því hefur stundum skort stærri íbúðir fyrir stærri fjölskyldur. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2000 sem félagið hefur hækkað leiguverð íbúða umfram verðlagsþróun þrátt fyrir að verulega hafi verið bætt við þjónustu og t.d. íbúðir nú þrifnar milli leigutaka, þ.e. skúrað yfir gólf m.a. Eftir sem áður eiga leigutakar að taka af rúmum og þrífa af borðum ofl. - sjá leiðbeiningar í leigusamning. Þessu til viðbótar hækkar staðfestingargjald úr kr. 500 í kr. 1.000 - það er hluti leiguverðs og því ekki eiginleg hækkun. Félagsmönnum er hins vegar bent á að staðfestingargjaldið er óendurkræft - þ.e. þó viðkomandi hætti við leigu - er það ekki endurgreitt. Leigur sem þegar hafa verið bókaðar á næsta ári - verða á því leiguverði sem var í gildi við bókun.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi