AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka!

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Ekkert lært og engu gleymt

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags skorar á lífeyrissjóði Alþýðusambandsfélaga að beita hlutafjáreign sinni í hlutafélögum til að koma í veg fyrir stjórnlausa sjálftöku stjórnenda fyrirtækjanna.


Lífeyrissjóðakerfið er orðinn það stór eigandi fyrirtækja landsins að það er eðlilegt að sjónarmið eigenda lífeyrisréttinda komi sterklega fram á aðalfundum fyrirtækjanna ekki síður en sjónarmið annarra fjármagnseigenda. Og þegar almennt launafólk landsins á orðið 30 – 50% hlut í stærstu fyrirtækjum landsins er eðlilegt að eigendastefna lífeyrissjóðanna verði ráðandi við stjórn og starfssemi fyrirtækjanna.


Það er ljóst af fréttum síðustu mánaða að fjármálayfirstétt landsins hefur ekkert lært og engu gleymt. Græðgi og sjálftaka er orðinn veruleiki á sama hátt og á dögunum áður en fjármálakerfið hrundi allt síðast. Almenningur trúði þá að hið nýja Ísland yrði siðlegra en það sem varð gjaldþrota. Ljóst er að það gekk ekki eftir.


Í komandi kjarasamningum verður það verkefni verkalýðshreyfingarinnar að sækja sjálfsagðar kjarabætur launafólks og ekki síður að freista þess að siðvæða fjármálakerfið. Almennt launafólk gerir ekki aðeins kröfu til kjarabóta – heldur og ekki síður til þess að almenningur og stjórnendur sitji við sama borð. Að kjararáð og kjaradómur séu ekki sjálfráða um gegndarlausar hækkanir til embættismanna og kunningjasamfélagið í stjórnum fyrirtækja um gagnkvæmar hækkanir.