AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sjálfboðliðar eru félagslegleg undirboð

  • Þegar sjálfboðaliðar eru notaðir í atvinnurekstri grafa fyrirtækin sem nota þá undan kjörum launafólks og skapa sér ólögmætt forskot

snippit sjálfboðaliðarSýknun Héraðsdóms Austurlands í máli lögreglustjórans á Austurlandi gegn Vallanesbúinu vegna brota á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga kom AFLi Starfsgreinafélagi nokkuð á óvart. Dómurinn byggði á lögum sem í gildi voru til áramóta 2016 – 2017 en meint brot voru framin sumarið 2016.  AFL og lögmenn félagsins töldu – á þeim tíma sem félagið lagði fram kæru á hendur búinu – að eldri lög væru nægilega skýr.  Þá var tekin ákvörðun um að ákæra í málinu, en það er aðeins gert ef ákæruvaldið telur það sem fram er komið nægilegt eða líklegt til sakfellis.

Það er mat félagsins og lögmanna þess að ef dæmt væru um sama mál skv. núgildandi lögum yrði niðurstaðan á annan veg.

Fjöldi sjálfboðaliða í störfum á íslenskum vinnumarkaði hefur farið ört vaxandi síðustu ár en með stöðugu átaki AFLs á félagssvæðinu virðist sem okkur hafi tekist að hafa nokkur áhrif. Þannig þekktu um 15% félagsmanna AFLs dæmi um að sjálfboðaliðar væru við störf á félagssvæðinu 2016 en aðeins 10% svöruðu þeirri spurningu jákvætt 2017.

Sjálfboðaliðar í efnahagslegri starfssemi grafa undan kjörum þeirra sem hafa samsvarandi störf að atvinnu. Sjálfboðaliðastarfssemi er hluti af svarta hagkerfinu þar sem ekki er skilað inn sköttum og skyldum af verðmætasköpun eins og öll heiðarleg fyrirtæki gera.  Aðilar sem starfa á samkeppnismarkaði og nýta sjálfboðaliða til starfa eru að ná forskoti í samkeppni og það virkar sem hvatning á aðra í sömu grein að fara sömu leið.

Ástæða þess að framboð er á sjálfboðaliðum til starfa er bæði ævintýralöngun og mikið atvinnuleysi og vonleysi í öðrum heimshlutum.  Vel stæðum millistéttarunglingum sem eru á framfæri foreldra sinna finnst spennandi að ferðast til nýrra landa og leita ævintýra og gera sér illa grein fyrir því að með framferði sínu grafa þau undan kjörum lægst launaða fólksins í því landi sem þau heimsækja.  Sunnar í Evrópu er mikið atvinnuleysi og mörgum finnst eftirsóknarvert að geta skráð atvinnuþátttöku á ferilskrár sínar – hvort heldur um launaða vinnu er að ræða eða ekki.

Víst er að allir tapa á félagslegum undirboðum nema atvinnurekendur sem nýta sér hrekkleysi fólks eða bága stöðu til féþúfu.  Barátta launafólks til langs tíma er fótumtroðin í leit óábyrgra launagreiðenda í leit að skyndigróða. Samfélagið allt er svikið um skatta til samneyslu og staða launafólks til kjarasamninga er veikt.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi