AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka!

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Hver verður næsti forseti ASÍ?

fjarfundurASI  Efling-stéttarfélag efnir til næsta fundar í fundaröð sinni í Gerðubergi, laugardaginn 15. september kl. 14.30.

Frambjóðendur til embættis forseta ASÍ mætast og kynna stefnumál sín. Drífa Snædal og Sverrir Mar Albertsson hafa staðfest þátttöku.

Fundarstjóri er Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.

Komandi kjarasamningar, launamál, húsnæðismál og aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru meðal mála sem brenna á Eflingarfólki. Félagsmenn eru sérstaklega hvattir til að senda inn spurningar til frambjóðenda um þau mál sem brenna á þeim um leið og þeir skrá sig á fundinn. Spurningarnar verða teknar saman og bornar upp á fundinum.  

Streymt verður af fundinum og hann tekinn upp, til að gera þeim kleift að fylgjast með sem ekki eiga heimangengt. Enskri þýðingu á efni fundarins verður varpað á skjá jafnóðum. Hlekkurinn kemur inn á Facebook síðu Eflingar um leið og útsending hefst

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir en fólk er hvatt til að skrá sig á fundinn á www.efling.is