AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka!

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Hleðslustöðvar fyrir raf-og tvinnbíla í Stakkholtið

homestation1

Mynd af vef Faradice

AFL hefur samið um uppsetningu á hleðslutöðvum fyrir rafmangsbíla í bílakjallara félagsins við Stakkholt í Reykjavík.  Settar verða upp 24 stöðvar - eitt fyrir hverja íbúð og verða þær læstar þannig að óviðkomandi komast ekki í þær. Aðgangsskirteini að íbúðunum verður notað til að virkja viðeigandi stöð hverju sinni. Notendur verða síðan rukkaðir fyrir rafmagnsnotkun.

Stöðvarnar eru innlendar - framleiddar af Örtækni - vinnustofu Öryrkjabandalagsins en hannaðar af Faradice sem er innlent fyrirtæki á þessu sviði. Stöðvunum fylgir öflugur hugbúnaður til að stjórna hleðslu og dreifa álagi á stöðvarnar eftir þörfum.

Þegar reynsla er fengin á þessar stöðvar verður skoðað hvort tilefni er til að koma upp sambærilegum búnaði á Akureyri við íbúðir félagsins í Ásatúni.

Búist er við að stöðvarnar verði komnar í notkun á nýju ári.