AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Per­sónu­afslátt­ur og skatt­leys­is­mörk hækka

Frétt 08 01 2014 710x606

Per­sónu­afslátt­ur ein­stak­linga verður 677.358 kr. fyr­ir árið 2019, eða 56.447 kr. á mánuði. Árleg­ur per­sónu­afslátt­ur hækk­ar sam­kvæmt því um 30.619 kr. milli ár­anna 2018 og 2019, eða um 2.552 kr. á mánuði. Hækk­un per­sónu­afslátt­ar nem­ur 4,7%. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu.

Þar kemur einnig fram að skatt­leys­is­mörk tekju­skatts og út­svars verða 159.174 kr. á mánuði að teknu til­liti til 4% lög­bund­inn­ar iðgjalds­greiðslu launafólks í líf­eyr­is­sjóð sam­an­borið við 151.978 kr. á mánuði árið 2018. Hækk­un skatt­leys­is­marka milli ára nem­ur 4,7%.

Þegar tekj­ur ná skatt­leys­is­mörk­um byrj­ar launamaður að greiða út­svar til sveit­ar­fé­lags síns. Launamaðurinn byrj­ar hins veg­ar ekki að greiða tekju­skatt til rík­is­ins fyrr en tekj­ur ná 261.329 kr. á mánuði árið 2019, sam­an­borið við 249.514 kr. á mánuði árið 2018.

Í ný­samþykkt­um lög­um um breyt­ing­ar á tekju­skatti ein­stak­linga skulu þrepa­mörk tekju­skatts á ár­inu 2019 nú upp­reiknuð í réttu hlut­falli við hækk­un á vísi­tölu neyslu­verðs næstliðna tólf mánuði í staðinn fyr­ir breyt­ing­ar á launa­vísi­tölu. Þrepa­mörk tekju­skatts verða sam­kvæmt því við 11.125.045 kr. árs­tekj­ur, eða 927.087 kr. á mánuði fyr­ir næsta ár, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar er einnig bent á að trygg­inga­gjald lækk­ar um 0,25 pró­sentu­stig um ára­mót­in.

Hægt er að lesa sig til um skatthlutföll einstaklinga vegna ársins 2019, persónuafsláttur á vef ríkisskattstjóra 

Þessi frétt er tekin af vef Starfsgreinasambandsins, www.sgs.is

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi