Af samningamálum
Starfsgreinasambandið og landsamband íslenskra verslunarmanna hafa bæði vísað kjaradeilu við SA til ríkisáttasemjara og samninganefnd Samiðnar hefur samþykkt heilmild til formanns Samiðnar til þess að vísa.
AFL Starfsgreinafélag á aðild að öllum þessum samböndum með sínar deildir og er þátttakandi í þeirra viðræðum.
Þrátt fyrir vísun til ríkissáttasemjara verður látið á það reyna á næstu dögum hvort ljúka megi deilunni með kjarasamningi.
Stéttarfélögin fjögur sem áður höfðu vísað deildunni og fundað hafa í Karphúsinu síðustu vikurnar slitu í gær viðræðum við SA og undirbúningur að verkfallsaðgerðum kominn í gang.
Stjórnvöld kynntu í vikunni fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu í tenglum við kjarasamninga og ollu þær vonbrigðum. Fyrirhugaðar skattabreytingar eru rýrar en öllu jákvæðara er þó að þau eru að einhverju leyti tilbúin í að taka á launaþjófnaði og öðrum kjarasamningsbrotum auk lausnar í húsnæðismálum.
Kröfugerðir vegna samninga við sveitarfélögin annars vegar og Ríkisins hins vegar eru tilbúnar og óskað hefur verið eftir fundum með þeim aðilum til að fjalla um endurnýjun þeirra kjarasamninga en þeir renna út í lok mars.