AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Ein þjóð í landinu?

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags mótmælir harðlega framkomnum hugmyndum um afnám stuðnings við áætlunarflug á fáfarna flugvelli – s.s. Höfn á Hornafirði, Vopnafjörð og Þórshöfn.  Veðurskilyrði síðustu vikur hafa ítrekað sannað mikilvægi þess fyrir íbúa að hafa aðgang að áætlunarflugi þegar fjallvegir eru meira og minna illfærir.

Síðustu ár hefur ýmis þjónusta flust að verulegu leyti frá minni stöðum í kjölfar aukinna sérhæfingar. Því  verða allar samgöngur mikilvægari en ella.  Framboð á sérfræðiþjónustu t.d. í heilbrigðismálum er fábrotin á landsbyggðinni og þurfa því íbúar að sækja þjónustuna um langan veg.

Það þarf jákvætt hugarfar til að telja eina þjóð búa í landinu – þar sem nánast öll þjónusta hefur safnast á á höfuðborgarsvæðið. Ef það er vilji stjórnvalda að landið haldist í byggð og hér ríki eitthvað jafnræði meðal íbúa – er forgangsverkefni að tryggja öruggar samgöngur.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi