AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Salek skilar sveitarfélagastarfsmönnum launahækkun

Í kjarasamningum 2015 var reynt að koma á sameiginlegri launastefnu sem tryggði að launahækkanir gengu jafnt yfir mismunandi launþegahópa.  Félagsmenn Alþýðusambandsins sem starfa fyrir sveitarfélögin hafa í tvígang fengið hækkanir um röskar 5.000 kr í hvort sinn, á samningstímanum og í dag var gefin út launatafla v. jan - mars 2019 þar sem launahækkanir koma fram vegna launaskriðs á almennum markaði. Lægsti launaflokkur og lægsta þrep hækkaði í nýju töflunni um tæpar fimm þúsund krónur. Skólaliðar með 6% persónustig hækkuðu um kr. 5.682,-

Í nýgerðum kjarasamningi á almennum markaði er launaþróunartrygging en hún tekur aðeins til launaskriðs á almennum markaði.

Kjarasamningar sveitarfélagastarfsmanna eru lausir nú og viðræður standa yfir. Ákvæði um launaþróunartryggingu eru einnig í kjarasamningi ASÍ félaga við ríkissjóð og verður sú hækkun að þessu sinni 0,4% og kemur til framkvæmda innan skamms og mun gilda frá áramótum.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi