110 félagsmenn án atvinnu!
í lok júlímánaðar voru alls 110 félagsmenn AFLs án atvinnu. Þar af voru um 40 með lögheimili skráð utan félagssvæðis, 14 félagsmenn voru án atvinnu á Bakkafirði og Vopnafirði (en þar leitaði sveitarfélagið til sjálfboðaliða til að vinna við skógrækt), á Egilsstöðum og Fljótsdalshéraði öllu voru 10 manns án atvinnu (enginn á Seyðisfirði), 35 voru án atvinnu í Fjarðabyggð og 8 á Höfn og nágrenni.
Nokkuð jöfn skipting er milli kyna - þ.e. 50 karlmenn voru án atvinnu en 60 konur.