Trúnaðarmenn á námskeiði
Fyrra trúnaðarmannanámskeið vetrarins stendur nú yfir á Hótel Bláfelli í Breiðdal. um 20 trúnaðarmenn sitja námskeiðið sem er ívið færri en verið hefur. Trúnaðarmenn AFLs allt frá Höfn í suðri og til Vopnafjarðar í norðri sækja námskeiðið.
Á námskeiðum sem þessu koma ætíð fram mál og hugmyndir sem vinna þarf úr. Þannig má nefna að um þessar mundir er verið að opna "mínar síður" AFLs á þremur tungumálum til viðbótar við íslensku - þ.e. ensku, pólsku og litháisku. Sú vinna fór í gang í kjölfar trúnaðarmannanámskeiðs sl. vor þar sem 4 erlendir trúnaðarmenn voru meðal þátttakenda. Ennfremur má benda á að "Vopnafjarðamálið" kom upp í kjölfar trúnaðarmannanámskeiðs þar sem trúnaðarmenn sátu og reiknuðu upp allar tölur á launaseðlum og báru saman við kjarasamninga.
Næsta trúnaðarmannanámskeið félagsins verður haldið í mars og gefur starfsmaður félagsins Gunnar Smári, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., nánari upplýsingar um það og tekur við skráningum.