AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Fiskimjölsverksmiðjur - kosning um kjarasamning að hefjast!

Nú er að hefjast kosning meðal starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæði AFLs um nýgerðan kjarasamning við Samtök Atvinnulífsins.  Samningurinn sem gerður var sl. þriðjudag - tekur mjög mið af samningi SGS frá því í vor - en gildir í 6 ár eða allt til 2025.  Nokkrar áherslubreytingar eru í samningnum - m.a. er launaþrepum fækkað úr 15 í níu og framganga innan töflu er hraðað.

Kosið er á "mínum síðum" (sjá hlekk hér að ofan) og til að fá aðgang að þeim þarf netfang eða símanúmer þeirra sem eru á kjörskrá að vera skráð í kerfi AFLs.  Ef einhver telur sig eiga rétt til að taka þátt í kosningunni en hefur ekki fengið skilaboð þar að lútandi - getur viðkomandi sent póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með athugasemd.  Athygli er þó vakin á því að þó svo að víðar séu greidd laun skv. launatöxtum fiskimjölsverksmiðja - eru aðeins starfsmenn er starfa í verksmiðjunum sjálfum á kjörskrá og hefur kjörskrá verið yfirfarin af trúnaðarmönnum í öllum verksmiðjum.

Starfsfólk í verksmiðjum Brim á Vopnafirði, Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði og Neskaupstað, Eskju á Eskifirði, Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og Skinneyjar Þinganess á Höfn, greiða atkvæði um þennan samning.

Á kosningasíðunni sem allir á kjörskrá fá aðgang að - er kynningarefni um samninginn og farið er yfir helstu atriði hans.

Ath. - þegar félagsmaður hefur kosið - lokast kosningavefurinn fyrir viðkomandi og ekki er unnt að breyta atkvæði sínu.  Félagið hvetur alla sem á kjörskrá eru - til að nota atkvæði sitt.  Hvort heldur samningurinn er samþykktur eða felldur - skiptir máli varðandi samstöðu innan félagsins að úrslit kosninganna séu fengin með góðri þátttöku.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi