AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Að leggja allt undir!

sigga dóra

Sigríður Dóra Sverrisdóttir, starfsmaður leikskólans á Vopnafirði, stendur uppi sem sigurvegari í deilum við Vopnafjarðarhrepp - en án atvinnu. Sigríður, sem hefur lengi verið trúnaðarmaður AFLs á leikskólanum og virk í starfi félagsins, uppgötvaði 2016 að Vopnafjarðarhreppur var ekki að greiða umsamið mótframlag í lífeyrissjóð og hafði ekki gert allt frá því að samið var um hærra mótframlag 2005.  Sigríður koma strax til félagsins með málið og síðan þá hefur AFL unnið í málinu.  Sigríður hefur haldið uppi miklum þrýstingi bæði í heimabyggð og gagnvart AFLi og passað upp á að málið dagi ekki uppi.

Fyrri sveitarstjóri hvaði gefið yfirlýsingu um að starfsmenn Vopnafjarðarhrepps yrðu jafnsettir - þ.e. að hreppurinn myndi greiða vangreidd iðgjöld og með vöxtum sem dyggðu til að starfsmenn væru jafnsettir þeim sem rétt hefði verið greitt af.  Málið hefur síðan tekinn mikinn tíma - m.a. þar sem reikna þurfti það sem greiða skyldi og síðan voru sveitarstjórnarkosningar og ný meirihluti tók þá við.  Nýji meirihlutinn vildi ekki standa við yfirlýsingar fyrri sveitarstjóra og greiddi iðgjöldin en án vaxta en síðan "ófyrnda" skuld með vöxtum.

Sigríði var brugðið við þessi "svik" sveitarstjórnar og hefur barist síðan hreppurinn kynnti þessa ákvörðun sína og m.a. sagði hún upp starfi sínu en hún hefur verið starfsmaður leikskólans í  36 ár.  Hún segist ekki hafa geð í sér til að vinna fyrir hreppinn eftir svik sumarsins.

Á opnum borgarafundi fyrir skömmu reyndi sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps að verja ákvörðun hreppsins og vitnaði m.a. til talnaefnis sem hreppsnefndin hefur látið gera sem átti að sýna að "meðaltali" munaði starfsmenn hreppsins ekkert um að tapa þessum réttindum  - þau færu hvort eð er að mestu í skatt og skerðingu lífeyrisgreiðslna almannatrygginga.  Var ekki gerður góður rómur að máli sveitarstjóra og í kjölfar fundarins gerði lögmaður AFLs í umboði nokkurra félagsmanna kröfu á að hreppurinn, í samræmi við upplýsingalög" afhenti öll gögn er varða málið - s.s. afrit úr fundargerðarbókum, minnisblöð, bréf og tölvupósta og annað er varðaði þessa afgreiðslu málsins.

Í gær - sendi hreppurinn frá sér yfirlýsingu um að vangreidd lífeyrisiðgjöld yrðu gerð upp að fullu þannig að sjóðsfélagar væru jafnsettir.  Má því segja að þrautseigja Sigríðar Dóru hafa skilað verulegum árangri fyrir vinnufélaga hennar og að hún hafi borið sigur í þessari viðureign.  Fórnarkostnaðurinn er hins vegar verulegur því Sigríður mun eftir mánuð kveðja sinn góða vinnustað og vinnuna sem henni er kær - en getur ekki hugsað sér að vinna áfram fyrir vinnuveitanda sem hefur bæði - í hennar augum - gengið á bak orða sinna og ekki síst sýnt henni mikla vanvirðingu síðustu mánuði.

Sigríður Dóra er  fyrirmynd fyrir launafólk sem ekki vill láta ganga yfir sig og rétt sinn - og er tilbúið til að leggja í baráttuna og gefst ekki upp. sjá viðtal við Sigríðir Dóru á Rúv

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi