Svona gerir maður ekki!
Ein algengasta kvörtun sem umsjónarmönnum íbúðanna í Stakkholti berast er vegna kæruleysi og tillitsleysi annarra leigjenda sem ýmist leggja í vitlaus stæði eða leggja eins og þegar Palli var einn í heiminum. Á myndinni má sjá hvernig bíl er lagt inn á nágrannastæðið og þar sem fólkið þeim megin hafði ekki tök á að færa vegginn - varð það nánast að skríða út um skottið.
Það er algengt að Austfirðingar aki suður eftir vinnu og koma því í Stakkholt um og jafnvel talsvert eftir miðnætti og þegar fólk finnur svo bíl í stæðinu sínu eftir 9 tíma akstur - getur það verið verulega leiðinlegt. Þeir starfsmenn sem sinna neyðarþjónustu vegna hússins eru ekkert sérstaklega hrifnir af því að vera vaktir upp að næturlagi vegna bílastæðismála og því er ljóst að beita þarf einhverjum viðurlögum til að fá fólk til að virða sjálfsagða mannasiði í bílskýlinu.
Brosum í umferðinni og alla leið inn í stæði og leggjum eins vel og unnt er og sýnum nágrönnum okkar tillitssemi.