AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Meðalheildarlaun AFLs félaga 619 þúsund kr. á mánuði

heildarlaun starf

Félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags  höfðu að meðaltali 619.000 í heildarlaun fyrir septembermánuð miðað við 100% starf.  Miðgildi launa félagsmanna - þ.e. jafnmargir eru launahærri og jafnmargir eru launalægri en miðgildið - er 576.000 kr.  Þetta er meðal niðurstaða viðhorfs-og launakönnunar AFLs Starfsgreinafélags sem Gallup  framkvæmir árlega fyrir AFL og Einingu Iðju á Akureyri.  Úrtak félagsins var 1.500 félagsmenn og svarhlutfall rétt innan við 50%.

Launahæstir innan félagsins voru sjómenn en meðaltekjur þeirra í septemberr voru kr. 1.069.000.  Starfsmenn við framleiðslustörf voru með 715.000 að meðaltali í septemberr en þeir félagsmenn sem vinna iðnaðarstörf, við mannvirkjaframkvæmdir eða vinna við tækjastjórnun og vélgæslu eru með yfir 600.000 í meðallaun.

Lægst meðallaun eru í umönnun og störf í skólum og leikskólum.  Stuðningsfulltrúar, skólaliðar og starfsmenn leikskóla eru með 417.000 í meðallaun í september en starfsmenn við umönnun með 468.000.

Langhæstu meðallaunin voru á Vopnafirði og Neskaupstað - eða um 690.000 á hvorum stað.  Lægst meðallaun voru í minni þéttbýliskjörnum og með ströndinni  suður að Höfn - eða kr. 521.000 kr. fyrir september.  Karlar höfðu mun hærri heildartekjur að meðaltali en konur eða 683.000 vs. 513.000.

Óverulegur munur er á meðallaunum eftir aldri að undanskildum yngsta hópnum  18- 23 ára sem hefur lægri heildartekjur en þeir sem eldri eru.  Þá er óverulegur munur á tekjum eftir menntun og hafa þannig félagsmenn AFLs með mesta menntun svipaðar tekur og félagsmenn með minnsta menntun. Þeir sem lokið hafa framhaldsskólaprófi hafa lægstar meðaltekjur.  Sjá myndina hér að ofan.

heildarlaun staður

 

Félagsmenn AFLs vinna að meðaltali um 10 yfirvinnutíma á viku og hefur yfirvinna farið minnkandi frá því að við hófum að mæla hana. 

yfirvinna Gallup

 

 

 

Könnunin í heild verður aðgengileg á heimasíðu AFLs á næstu dögum.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi