AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL afhendir Björgunarsveitinni Báru húsnæði!

sambudSeld20

AFL Starfsgreinafélag afhenti í gær Björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi til eignar - hluta AFLs í húsinu Sambúð, Mörkinni 12 á Djúpavogi.  Sambúð var byggð 1989 í samvinnu björgunarsveitarinnar og Verkalýðsfélags Djúpavogs.  Eignarhlutur AFLs var um 90 fm og er félagið með skrifstofu þar en hefur leigt Austurbrú annan hluta húsnæðisins. 

Húsið er orðið talsvert viðhaldsþurfi og björgunarsveitin þarf meira húsnæði undir starfssemi sína. Síðustu ár hafa verið viðræður m.a. við sveitarfélagið um framtíðarskipan húsnæðismála björgunarsveitarinnar en án þess að viðunandi lausn fengist.  Þörf AFLs á stóru húsnæði á Djúpavogi hefur farið minnkandi síðustu ár þar sem fjölmennir félagsfundir hafa verið fáir og þeir sem haldnir hafa verið á Djúpavogi hafa verið á hótelinu þar sem salurinn í Sambúð er of lítill fyrir almenna fundi alls félagsins.

Stjórn AFLs samþykkti einróma að ganga til samnings við Báru um húsið og félagið leitaði einnig til eldri félagsmanna og fyrrverandi formanns Verkalýðsfélagsins og var það einróma álit þeirra sem rætt var við, að færa sveitinni húsið til eignar.

Sem endurgjald mun björgunarsveitin sjá AFLi fyrir viðunandi skrifstofuaðstöðu í þrjú ár.  Skrifstofa AFLs á Djúpavogi er opin tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum frá 14 : 16.

Á myndinni eru Ingi Ragnarsson, formaður Báru, og Kristborg Ásta Reynisdóttir, gjaldkeri Bárunnar að ganga frá samningnum við Reyni Arnórsson, stjórnarmann í AFLi og Guðrúnu Aradóttur, starfsmann AFLs á Djúpavogi.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi