AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Lágstemmdur aðalfundur AFLs

Adalf2018

Mynd frá aðalfundi AFLs 2018

Skv. hefð eru aðalfundir AFLs Starfsgreinafélags haldnir á laugardögum og enda með glæsilegum kvöldverði og samverustund.  Í ár hefur stjórn félagsins frestað því að halda aðalfund þar sem miklar fjöldatakmarkanir voru í gildi á hefðbundnum fundartíma í apríl.  Nú hefur verið boðað til fundarins enda liggja fyrir fundinum lögboðin verkefni svo sem stjórnarkjör og samþykkt ársreikninga og ljóst að honum verður ekki frestað lengur.

Ennþá er nokkur óvissa v. Covid 19 og því má búast við að fundurinn verði nokkuð óvenjulegur.  Starfsfólk félagsins fer fram á það við félagsmenn að þeir skrái sig til þátttöku svo unnt verði að gera ráðstafanir í tíma til að tryggja fjarlægðarmörk og aðrar sóttvarnir.  Þrátt fyrir þessi tilmæli verður fullgildum félagsmönnum að sjálfsögðu ekki vísað frá fundarstað þó þeir hafi ekki skráð sig - en ef einhver fjöldi félagsmanna mætir án þess að hafa boðað komu sína getur það valdið töfum á meðan fjarlægðarmörk eru tryggð.

Að loknum fundi verður boðið upp á flatbökur.

Stjórn og starfsfólk félagsins vonar að félagsmenn virði sóttvarnarreglur og sýni tillitssemi þar sem margir félagsmanna okkar vinna með fólki í áhættuhópum og það er því ábyrgðarhluti að stefna saman stórum hópi fólks án tilheyrandi ráðstafana.

Það fer síðan eftir gangi mála á fundinum hversu langur hann verður en formaður mun hafa skýrslu stjórnar í styttra lagi og reikningar félagsins verða kynntir í styttra máli en verið hefur þannig að reynt verður að hraða störfum á fundinum eftir bestu getu.  Það verður hins vegar opið fyrir umræður og fyrirspurnir og engu máli hraðað svo að málsmeðferð beri skaða af.

Þeim félagsmönnum sem vanir eru ýtarlegri fundum og hefðbundinni samverustund að loknum aðalfundi - skal bent á að næsti aðalfundur ætti að vera eftir 6  - 7 mánuði og hafi þá tekist að koma böndum á Covid farsóttina - verður hann með hefðbundnum hætti.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi