AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Launagreiðendur geta ekki tekið sér opinbert vald!

njósnirAð gefnu tilefni er rétt að upplýsa fólk um að launagreiðendur hafa ekkert vald til að takmarka ferðafrelsi fólks né að krefjast upplýsinga um ferðalög eða persónulegt líf fólks.  Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að fyrirtæki eru að leggja skyldu á starfsfólk að það tilkynni um ferðir sínar t.d. til Reykjavíkur.  Ennfremur að fólk eigi að tilkynna verkstjóra ef það fær gesti frá t.d. Reykjavík.  Þá eru dæmi þess að fyrirtæki hafi tilkynnt að þeir sem ferðist til höfuðborgarsvæðisins eigi að fara í sóttkví á eftir og það launalausa.  Fyrirtæki hafa engan rétt á að setja fólk í sóttkví og svipta það launum vegna "sóttvarnaraðgerða". 

Í þessum Covid faraldri sem nú geysar vilja allir leggja sitt af mörkum til að bæla útbreiðslu veikinnar - en fólk ræður sjálft sínum ferðum og ræður sjálft hverja það fær í heimsókn eða hefur samneyti við.  Fólki ber engin skylda til að tilkynna launagreiðenda um neitt í sínu einkalífi nema það kjósi það sjálft.  Á sama hátt ber fólki engin skylda til að upplýsa verkstjóra um neitt varðandi sitt heilsufar nema hvort það er vinnufært eða ekki - eða í lögskipaðri sóttkví eða ekki.

Kjósi fólk að upplýsa launagreiðanda um ferðir sínar eða um heilsufar - þá gerir fólk það af eigin frjálsum vilja en ekki vegna boðvalds launagreiðanda.

Ferðist fólk um landið og launagreiðandi vill ekki fá viðkomandi inn á vinnustað í einhverja daga á eftir - ber launagreiðanda að greiða laun á meðan.  Gefi sóttvarnaryfirvöld fyrirmæli um sóttkví gilda að sjálfsögðu lög um laun í sóttkví.

Við hvetjum félagsmenn til þess - að þrátt fyrir að viljum öll standa saman á þessum tíma - að láta ekki ganga á rétt okkar til friðhelgis einkalífs, rétt okkar til ferðafrelsis og á rétt okkar til friðhelgis heilsufarsupplýsinga.

Forseti Alþýðusambands Íslands, Drífa Snædal, fjallar um þetta í föstudagspistli sínum og segir m.a.:

"Þessa dagana reynir á okkur öll í sóttvörnum en besti árangurinn hefur náðst þegar það samtakamátturinn er virkjaður og allir leggjast á eitt. Þegar daglegu lífi eru settar skorður þarf að gæta þess afar vel að ekki sé þrengt að fólki meira en nauðsyn er. Fréttir hafa borist af því að fyrirtæki hlutist til um hverja starfsfólk megi hitta í sínum frítíma og jafnvel að skikka fólk í launalausa sóttkví ef ekki er farið að reglum fyrirtækja umfram almenn tilmæli stjórnvalda. Slíkt er ólöglegt!
Fyrirtæki geta ekki skert ferða- eða persónufrelsi umfram það sem stjórnvöld gera og ég hvet launafólk til að hafa strax samband við sitt stéttarfélag ef fyrirtæki sýna tilburði í þessa átt. Ástandið núna má ekki verða til þess að vega að mannréttindum eða að atvinnurekendur taki sér vald yfir einkalífi starfsfólks."

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi