Viðmiðunarreglur fyrir togararall 2020
Sjómannasamband Íslands, Farmanna-og fiskimannasambandið
og Félag Vélstjóra og málmtæknimanna hafa gefið út
viðmiðunarreglu um hvernig greiða skal hlut fyrir þátttöku í
togararalli Hafrannsóknarstofnunar.
Hlutaskipti skulu reiknast af þeim aflaverðmætum sem fást á
rallinu að viðbættum verðmætum veiðiheimilda sem útgerðin
fær fyrir þátttöku í rallinu.
Viðmiðunarregla þessi var gefin út 2015 en rétt er að árétta að hún er enn í fullu gildi.