AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Góð kjörsókn vegna ALCOA samnings

Alcoa K

Á hádegi í dag var kjörsókn í kosningum félagsmanna AFLs er vinna hjá ALCOA Fjarðaál orðin 46% en þrír dagar eru frá því kosning hófst.  Kosningin verður opin til hádegis 1. mars.  Á kjörskrá eru alls 425 félagsmenn og höfðu 196 kosið á hádegi.

Talið verður sameiginlega úr atkvæðagreiðslum AFLs og Rafiðnaðarsambands Íslands.

Þá hafa verið framkvæmdar tvær kosningar meðal áhafna á loðnuskipum, önnur með undirmönnum á Berki og Beiti sem Síldarvinnslan gerir út og hin meðal áhafna á Ásgrimi Halldórssyni og Jónu Eðvalds sem Skinney Þinganes gerir út.  Efni atkvæðagreiðslnanna var um samvinnu skipa hvors útgerðarfélags fyrir sig. Þannig mun hásetahlutur vera reiknaður úr sameiginlegum potti afla beggja skipanna og þau skipuleggja veiðar sínar þannig að aflaverðmæti verði sem mest og nýting skipa best.  Kjörsókn beggja þessara kosninga var 100% og niðurstöður afgerandi samþykkt samkomulaga um þetta fyrirkomulag.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi