AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Yfirlýsing AFLs Starfsgreinafélags vegna yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilunum Hulduhlíð og Uppsölum

Hulduhlid 

Sú staða sem komin er upp við yfirtöku ríkisins á starfssemi hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar er með öllu óásættanleg.  Starfsfólk býr við mikla óvissu og hefur mátt þola að starfsöryggi þess er fréttamatur í fjölmiðlum.

AFL Starfsgreinafélag krefst þess að fulltrúar Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Hjúkrunarheimilanna taki þegar til starfa og gangi frá flutningi á ráðningarsambandi við alla starfsmenn og að þess verði gætt að starfsfólk haldi réttindum sínum og kjörum við tilflutninginn.

AFL vekur athygli á því að margir starfsmenn heimilanna eiga langan starfsaldur og að uppsagnarfrestur getur verið allt að sex mánuðir.  Félagið mun gæta hagsmuna félagsmanna sinna við þennan tilflutning.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi