AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

229 félagsmenn enn á biðlista eftir sumarhúsi

Úthlutun sumarhúsa AFLs 2021 fór fram í síðustu viku.  Alls bárust 906 umsóknir ef einnig eru taldar varaumsóknir.  Alls hafa 264 félagsmaður fengið úthlutað húsi en 42 hafa síðan fallið frá umsókn sinni og hefur  þeim húsum verið úthlutað að nýju.   Enn eru nokkur tímabil laus - aðallega fyrst í júní og síðast í ágúst.  Starfsmenn félagsins eru enn að vinna með nokkrum félagsmönnum á biðlista að úrlausn fyrir þá,  en nú á næstu dögum verða tímabil sem enn eru laus - opnuð út á vefinn þannig að "fyrstur kemur - fyrstur fær".

Á bak við þær 906 umsóknir sem bárust voru 488 félagsmenn því ekki allir settu inn varaumsókn.  Af þeim voru 371 félagsmaður í forgangi - þ.e. hefur ekki fengið úthlutað húsi síðustu þrjú ár.  Alls bárust 181 umsókn um húsin í Minni Borgum - en þar voru 30 orlofsvikur til úthlutunar.  Mestur þungi var á vinsælustu tímabils sumarsins - eða hátt í 90 umsóknir um þrjár vikur í júli.  Það eru því hátt í þrjátíu félagar á biðlista yfir vinsælustu vikurnar í Minniborgum. Mun styttri biðlistar eru um önnur svæði.

Í dag 19. apríl er eindagi á greiðslu staðfestingargjalds og því liggur endanlega fyrir í fyrramálið hversu margir nýta sér úthlutun - en þegar þetta er skrifað átti aðeins eftir að greiða innan við tíu úthlutanir.

Félagsmenn geta komist á biðlista eftir sumarhúsum AFLs með því að hafa samband við skrifstofur félagsins eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og verður biðlistinn notaður í allt sumar og úthlutað af honum jafnóðum og hús losna.  Almennt er ekki mikið um að fallið sé frá bókunum orlofshúsa þegar orlofstímabil er hafið - en þó er alltaf eitthvað um afbókanir vegna ófyrirsjáanlegra atvika.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi