Gul stéttarfélög - ganga jafnvel erinda launagreiðenda
Umræða um svokölluð gul stéttarfélög hefur verið áberandi að undanförnu og þá einkum í tengslum við Flugfélagið Play en Íslenska flugstéttarfélagið, sem Play hefur samið við, virðist bera öll merki þess að vera „gult stéttarfélag“. Slík félög standa alla jafna utan heildarsamtaka launafólks, eins og ASÍ, og ganga jafnvel erinda atvinnurekenda og gegn hagsmunum launamanna.
Sigurður Pétursson, sagnfræðingur, þekkir vel sögu verkalýðshreyfingarinnar en hann hefur sérstaklega kynnt sér svokölluð gul stéttarfélög. Í þessu viðtali (14:44) segir hann frá slíkum félögum í nútíð og fortíð. Sjá - Hlaðvarp Alþýðusambandsins