AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Bæjarstjórn Hornafjarðar gefur lífskjarasamingnum langt nef

Lífskjarasamningurinn

Þar sem sveitarstjórnir lýstu yfir vilja til að halda aftur af verðhækkunum í gjaldskrám til stuðnings lífskjarasamningum þá er ástæða til þess að vera á vaktinni gagnvart hækkunum á gjaldskrám þeirra. Sú yfirlýsing náði til 2020 en hugsunin ætti að gilda áfram þannig að sveitarfélögin stuðli að stöðugu verðlagi.

AFL hefur kannað lauslega hækkanir á gjaldskrám þriggja stærstu sveitarfélaganna á félagssvæðinu

Hjá Múlaþingi-hækka helstu gjaldskrár um 3 -3,5%

Álagningarprósentur fasteignaskatt og lóðaleigu, eru óbreyttar milli ára en meðaltalshækkun á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu var 3,5% þó mismunandi milli byggðakjarna

Stjórn hitaveitunnar hefur boðað álagningarprósenta fráveitugjalda hækki úr 0,32 í 0,35 af fasteignamati eða um 9,38%.

Hjá Fjarðabyggð- er almenn gjaldskráhækkun 2,4%

Álagningarhlutfall fasteignaskatts var lækkað  um 4% og vatnsgjald um 10% en fasteignamat innan sveitarfélagsins hækkaði að meðaltali um 6,2%,  mismunandi þó á milli byggðakjarna.

Orkugjald Hitaveitunnar á Eskifirði var lækkað um 5%

Skólamáltíðir í leik og grunnskólum eru gjaldfrjálsar og hafa verið frá því í haust.

Hjá Sveitarfélaginu Hornafirði – hækka leikskólagjöld, gjöld fyrir lengda viðveru,  og skólamatur um 9%

Hækkanir á umhverfissviði er gríðarlegar og því borið við að gjaldskráin hafi verið óbreytt frá 2014 en hækkun  fráveita er um 11,67%, tengigjöld fráveitu að 150mm um 12,5% en um 8,57 fyrir tengigjöld fráveitu að 150mm.

Vatnsveita hækkar um 3,33% en tengigjöld að 40 mm hækka um 114,29% en tengigjöld yfir 40 mm um 64%.

Loks hækkar gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar um 10%

Fasteignaprósentan verður óbreytt milli 2021og  2022

Í þessari stuttu samantekt er ljóst að sveitarstjórn Múlaþings og bæjarstjórn Fjarðabyggðar halda aftur af sér í hækkun þjónustugjalda þótt að stjórn HEF telji sig óbundna af lífskjarasamningum.

Bæjarstjórn Hornafjarðar á hinn bóginn, gefur lífskjarasamningum langt nef í ákvörðunum sínum um gjaldskrárhækkanir vegna 2022.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi