AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Viðhorfs-og launakönnun AFLs 2021

Kjarakonnun2021

Gallup framkvæmdi í haust launa-og viðhorfskönnun fyrir AFL Starfsgreinafélag og Einingu Iðju.  Notað var 1.500 félaga úrtak sem var slembivalið úr félagatali AFLs. Könnunin var á íslensku, ensku og pólsku og hægt var að svara henni á netinu.  Alls svöruðu 689 félagar eða 45,9% sem er ívið lægra en síðustu ár.

Könnunin er aðgengileg hér

Almennt er jákvæður tónn í félagsmönnum. Heildarlaun hafa hækkað og eru nú að meðaltali 697.000 á mánuði hjá félagsmönnum AFLs. Atvinnuástand er með besta móti og voru um 2.5% spurðra án atvinnu og í atvinnuleit.

Fjárhagsstaða heimila virðist betri því þeim sem hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni fækkar um 6 prósentustig, eða um 17% frá fyrra ári.  Þá fækkar þeim sem eiga erfitt að standa í skilum um rösk 7 prósentustig eða um 40% frá fyrra ári.

Dagvinnutími hefur dregist saman um ca klst. á viku að meðaltali – en yfirvinna aukist að sama skapi. 

Nánar verður fjallað um niðurstöður könnunarinnar á næstu vikum.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi