AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Opnað fyrir umsóknir í orlofshús í sumar

Orlof 2022

 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarhús AFLs í sumar.  Alls er félagið með 24 hús víðsvegar um land. flest húsanna eru á Einarsstöðum á Völlum eða 10 hús, þrjú hús eru í Minniborgum í Grímsnesi, 3 hús í Ölfusborgum í Ölfusi og tvö hús á Illugastöðum í Fnjóskadal. Þá eru hús í Klifabotni í Lóni, Brekkuskógi í Bláskógabyggð, Birkihlíð í Ölfusi, Svignaskarði í Borgarfirði, Þurranes í Dalabyggð og Glaðheimum við Blönduós.

Umsóknarfrestur er til 12. apríl á hádegi en úthlutað verður eftir hádegi þann dag á opnum fundi sem haldinn verður í húsnæði félagsins að Búðareyri 1, Reyðarfirði og hefst kl. 17:30.

Við úthlutun eru þeir í forgangi sem ekki hafa fengið úthlutað síðustu þrjú ár og er dregið á milli jafnrétthárra umsókna. Þeir sem ekki fá úthlutað fá númer á biðlista í samræmi við útdráttinn.  Eindagi staðfestingagjalds er 20. apríl og verður þá strax endurúthlutað þeim húsum sem ekki var greitt fyrir.  Eindagi lokagreiðslu er 12. maí.  Staðfestingagjald er kr. 5.000 og er það ekki endurgreitt þó fallið sé frá bókun síðar.

Félagsmenn eru hvattir til að sækja um aðal-og varaumsókn en það eykur líkur á því að unnt verði að koma til móts við óskir sem flestra.  Þegar búið er að úthluta úr aðalumsóknum allra - er dregið um óúthlutaðar eignir úr varaumsóknum þeirra sem ekki hafa fengið úthlutað.

 Sótt er um á Mínar síður 

 Orlofsbæklingur AFLs 2022

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi