AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL tekur upp "barneignastyrki" til félagsmanna

newborn

Á aðalfundi AFLs sl. laugardag var samþykkt að taka upp "barneignastyrki" til félagsmanna.  Félagsmenn geta því sótt um "barneignarstyrk" við fæðingu eða ættleiðingu skv. reglum félagsins. Einnig er veitt aðstoð við fósturlát eða andvana fæðingu - ef meðganga hafði staðið lengur en 18 vikur. Fullur barneignastyrkur er kr. 150.000.

Til að fá fullan fæðingarstyrk þarf  viðkomandi að hafa verið greiðandi félagsmaður í að lágmarki 12 mánuði fyrir barnsburð og af launum sem nema að lágmarki lágmarkslaunum skv. kjarasamningum. Af lægra starfshlutfalli eða styttri félagsaðild greiðist hlutfallslegur styrkur.  Ekki er greiddur barneignarstyrkur ef félagsaðild er skemmri en sex mánuðir fyrir barnsburð.

Einnig er hægt að sækja um styrk vegna ættleiðingar barns undir 12 ára aldri enda hafi verulegur kostnaður verið ættleiðingunni samfara.

Ef báðir foreldrar eru félagsmenn fá báðir fullan styrk og ef um tvíburafæðinu er að ræða greiðist tvöfaldur styrkur.

Reglugerðarbreyting Sjúkrasjóðs kemur á heimasíðu félagsins á næstu dögum.  Unnt verður að sækja um fæðingarstyrk á "mínum síðum" á www.asa.is síðar í þessari viku en verið er að setja styrkinn upp í kerfi félagsins.

Ath. - barneignastyrkur gildir frá síðustu áramótum þannig að félagsmenn sem eignast hafa börn frá áramótum eru hvattir til að sækja um síðar í vikunni.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi