AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Laus tímabil í orlofshúsum komin á vefinn

Orlof 2022

 

Þau tímabil í orlofshúsum AFLs í sumar sem ekki fóru í úthlutun félagsins eru nú laus til bókunar á orlofsvef félagsins.  Það eru allnokkur tímabil laus og þá aðallega fyrripart júní og seinnipart ágústmánaðar. 

Það er ennþá talsvert laust á Einarsstöðum. Á Illugastöðum er aðeins laus ein vika snemma í júní og ein síðast í ágúst. Í Ölfusborgum er aðeins síðasta vikan í ágúst laus. Í Minniborgum eru lausar vikur í ágúst og svo ein í júní. Í Brekkuskógi er ekkert laust. Í Svignaskarði er fyrsta vikan í júní laus.  Í Birkihlíð er síðasta vika sumarsins laus. Á Glaðheimum er ein vika um miðjan júní laus og svo tvær síðustu vikur sumarsins.  Í þurranesi eru tvær vikur lausar í júní og svo síðasta vika sumarsins.  Það er talsvert laust í Klifabotni í Lóni og þá aðallega seinnipart sumars en ein vika í júní.

Ef byggja má á reynslu fyrri ára þá verður nánast 100% nýting á húsum félagsins í sumar og því rétt að félagsmenn bóki sem fyrst.  Bókað er á orlofsvef félagsins á "mínum síðum" á www.asa.is 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi