AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Starfsdagur grunnskólastarfsmanna 2022

Starfsdagur

Loksins - Loksins
Starfsdagur félagsmanna AFLs sem starfa í grunnskólum aftur á dagskrá.
Síðast héldum við þennan dag 2019 en síðan skall Covid á með tilheyrandi takmörkunum. Við vitum hins vegar að félagar okkar í grunnskólunum hafa beðið eftir því að geta hist aftur.
Dagskráin liggur fyrir og við hvetjum félagsmenn okkar sem starfa í grunnskólunum til að mæta og taka þátt. Dagurinn verður haldinn á Hótel Héraði að þessu sinni og umgjörðin vonandi upp á sitt besta.
Við bjóðum líka velkomna félagsmenn okkar sem starfa á leikskólum á félagssvæðinu ef þeir eiga heimagengt.
Dagskrá:

Föstudaginn 16. september 2022 Hótel Héraði Egilsstöðum

Kl. 10:00 - Komið í hús. Kaffiveitingar
Kl. 10:10 - Setning – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs
Kl. 10:15 - Veldu að vaxa – Unnur Arna Jónsdóttir
Kl. 11:00 - Hlé
Kl. 11:10 - Veldu að vaxa – Unnur Arna Jónsdóttir
Kl. 12:15 - Hádegisverður
Kl. 13:00 - Vinnuhópar
Kl. 13:45 - Niðurstaða úr vinnuhópum.
Kl. 14:00 - Kjaramál- Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
Kl. 14:10 - Félagakerfi AFLs- Sverrir Mar Albertsson
Kl. 14:30 - Svefn, streita og andleg ígrundun. - Petra Lind Sigurðardóttir
Kl. 15:00 - Kaffihlé
Kl. 15:30 - Svefn, streita og andleg ígrundun, Petra Lind framhald
Kl. 16:45 - Vinnuhópar
Kl. 17:15 - Niðurstaða úr vinnuhópum
Kl. 17:30 - Kvöldverður

Skráning á næstu skrifstofu AFLs eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þeir félagsmenn sem vilja að AFL skipuleggi ferðir hafið samband við næstu skrifstofu.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi