Nýjir kjarasamningar fyrir verkafólk
Á laugardag voru undirritaðir kjarasamningar milli SGS og Samtaka Atvinnulífsins. AFL er aðili að þessum kjarasamningum.
Megininntak samningsins er að framlengja Lífskjarasamningum um eitt ár eða til lok janúar 2024. Er þetta gert til að bregðast við verðhækkunum og tryggja launafólki launahækkun til að mæta þeim. Nýmæli er í hinum nýja samningi er að hann er afturvirkur frá 1. nóvember. Allir launataxtar Starfsgreinasambandsins hækka um 35.000 krónur frá undirritun en almenn laun um 33.000. Þá er launataflan lagfærð og hækka því einhverjir launataxtar meira en 35.000. Þá er hagvaxtarauka sem greiða átti í apríl á næsta ári flýtt og kemur strax inn í taxta.
Verið er að vinna kynningarefni bæði á vegum SGS og AFLs og verður það birt næstu daga. Stefnt er að því að atkvæðagreiðslu ljúki 19. desember og mun atkvæðagreiðsla félagsmanna AFLs hefjast annað hvort í lok þessarar viku eða í byrjun næstu viku.
Formaður AFLs er að vinna kynningarefni þar sem hún mun fara yfir helstu atriði samningsins í stuttu myndbandi. Myndbandið verður birt hér á heimasíðu félagsins og ennfremur verður boðið upp á kynningarfund í "fjarfundi" og verður hann auglýstur síðar. Þeir félagsmenn sem vilja þannig fá tækifæri til að spyrja formann AFLs og ræða samninginn geta þannig tekið þátt hvar sem þeir eru á félagssvæðinu. Fundurinn verður auglýstur á næstu dögum.
Hér er kynningarefni v. samningsins þar sem tæpt er á helstu atriðum hans.