Vafasamt skref ríkissáttasemjara - íhlutun um innri málefni verkalýðsfélaga
AFL Starfsgreinafélag skorar á ríkissáttasemjara að draga til baka miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins og gefa deiluaðilum tækifæri til að útkljá deiluna. Það eru engin efnisleg rök fyrir miðlunartillögunni á þessum tímapunkti. Atkvæðagreiðsla um verulega takmarkað verkfall stendur yfir, hvorki þjóðarhagsmunir né almannahagsmunir eru í hættu.
Krafa ríkissáttasemjara um kjörskrá Eflingar er krafa um persónu-og atvinnuupplýsingar félagsmanna Eflingar og möguleika til úrvinnslu úr þeim skrám. Hér er um að ræða „viðkvæmar persónuupplýsingar“ samkvæmt persónuverndarlögum og mjög vafasamt skref er stigið af embætti sáttasemjara í átt að íhlutun um innri málefni verkalýðsfélaga.