AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Verslunarmannadeild stofnuð

Stjórn hefur verið kjörin í Verslunarmannadeild AFLs, en deildin var stofnuð sl. mánudagskvöld. Stofnfundurinn var haldinn í húsnæði félagsins að Víkurbraut á Hornafirði.

Reglugerð deildarinnar var sett á stofnfundi AFLs Starfsgreinafélags 28. apríl sl. og formaður kjörinn. Formlegur stofnfundur var síðan haldinn sl. mánudag og stjórn deildarinnar kosin. Sjá fundargerð stofnfundar:

Stofnfundur verslunarmannadeildar AFLs Starfsgreinafélags haldinn í húsnæði félagsins að Víkurbraut 4 Hornafirði mánudaginn 17. september kl 20:00

verslunarmannadeildar AFLs Starfsgreinafélags haldinn í húsnæði félagsins að Víkurbraut 4 Hornafirði mánudaginn 17. september kl 20:00
 Dagskrá: 

1.                  Kynning á tilgangi deildarinna

2.                  Kosning stjórnar deildarinnar

3.                  Kynning á LÍV landssambandi sem deildin er aðili að

4.                  Kynning á starfsmenntasjóði verslunarmanna

5.                  Kjaramál

6.                  Kosning fulltrúar á þing LÍV sem haldið verður 2-3 nóvember.

7.                  Önnur mál

 

Fornmaður, Herborg Sjöfn Óskarsdóttir, setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Sverrir Albertsson kosinn fundarstjóri og Erla G. Einarsdóttir ritari. Gengið til dagsrkrár.

 
  1. Hjördís kynnti reglugerð deildarinnar
  2. Kosning stjórnar

Aðalmenn:

Herborg Sjöfn Óskarsdóttir                     formaður        

Gunnhildur Imsland                                varaformaður

Erla G. Einarsdóttir                                 ritari   

Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir                   meðstjórnandi

Anna Ólafsdóttir                                     meðstjórnandi

 

Varamenn:

Anna Jóna Úlfarsdóttir   

Antonía Arnórsdóttir

Heiðveig Maren Jónsdóttir

                                                           Samþykkt

 
  1. Hjördís kynnti Landssamaband ísl. Verzlunarmanna, sem er það landssamband sem deildin er með aðild að.
  2. Hjördís kynnti Starfsmenntasjóð Verslunarmanna. Nokkrar umræður urðu um réttindi í starfsmenntasjóðinn og vakin athygli á www.starfsmennt.is
  3. Kjarasamningar verlsunarmanndeildar renna út um næstu áramót og þarf vinna við undirbúning endurnýjunar þeirra að fara af stað. Dreift var lista með áherslum sem félagsmenn geta merk inn forgangsröð á. Niðurstaðan úr kjaraumræðunum var sú að fundarmenn taka með sér listann á sína vinnustaði og fá samstarfsmenn til að skýra frá sínum áherslum og koma þeim síðan til félagsins.
 
  1. Kosning fulltrúa á þing LÍV sem haldið verður 2-3 nóvember n.k.

Herborg Sjöfn Óskarsdóttir   aðalmaður

Erla G. Einarsdóttir               varamaður

Gunnhildur Imsland              varamaður

 
  1. Önnur mál

Sverrir kynnti markmið og framtíðarsýn AFLs sem stjórn félagsins hefur samþykkt. Hann kynnti einnig nýja heimasíðu félagsins sem opnuð verður í vikunni www.asa.is

Á meðan Sverrir flutti mál sitt gæddu fundarmenn sér á kaffi og snittum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 22:00

  

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi