Saga fræðslusjóðanna
Saga starfsmenntasjóða félagsmanna AFLs nær ekki langt aftur í tímann. Í kjarasamningum árið 2000 var fyrst samið um starfsmenntasjóð fyrir verkafólk og annan fyrir verslunarmenn og tveimur árum síðar fyrir sjómenn. Í kjarasamningum árið 2004 voru sjóðir verkafólks festir í sessi og greiðslur í þá koma í kjölfarið frá atvinnurekendum og stéttarfélögum, en höfðu áður komið frá ríkinu og stéttarfélögunum. Frá þeim tíma hefur einnig verið samið um starfsmenntasjóði fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu og hjá sveitarfélögum. Greiðslur í starfsmenntasjóð sjómanna koma enn frá ríkinu og er hann því ekki tryggður til frambúðar.
Sjóðirnir voru stofnaðir utan um hverja starfsgrein og gilda mismunandi reglur um hvern þeirra sem sem getur valdið félagsmönnum óþægindum. Áður en sjóðirnir komu til var því ekki auðvelt fyrir félagsmenn að auk við þjálfun sína og menntun, nema greiða fyrir það sjálfir. Þó var samið um starfsmenntun fyrir fiskvinnlufólk árið 1986 og þeir skyldaðir til að sækja sér menntun. Jafnframt voru greiðslur tryggðar. Á meðan starfsmenntasjóður félagsmálaráðuneytisins styrkti ýmis starfstengd námskeið sem verkalýðsfélögin stóðu fyrir, voru mörg slík námskeið haldin á núverandi félagssvæði, s.s fyrir umönnunarstarfsmenn, ræstingafólk, starfsfólk í kjötvinnlsu, mjólkurvinnlu, á hótelum og fleira. Þetta var hins vegar háð því að verkalýðfélögin á hverjum stað væru virk í að skipuleggja og sækja um styrki fyrir slík námskeið, oftast í samstarfi við Menningar-og fræðslusamband alþýðu. Nokkur félaganna sem i dag mynda AFL stóðu sig vel á þessu sviði og héldu slík námskeið, allt að 100 stundir.
Fljótlega eftir stofnun starfsmenntasjóðanna hófu félögin á svæðinu átak í námskeiðahaldi og boðið var upp á menntasmiðjur um allt Austurland. Menntasmiðjurnar voru yfirleitt samansettar af 4 námskeiðum sem hver félagsmaður tók og voru mjög vel sóttar, en þær voru styrktar af starfsmenntasjóðum félagsmanna. Á þessu ári hefur áherslan verið lögð á fræðslu og menntun starfsmanna félagsins til að gera þá hæfari í að sinna félgsmönnum.