AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL ályktar um mjólkustöð

 

AFL Starfsgreinafélag fordæmir fyrirhugaða lokun á Mjólkurstöðinni á Egilsstöðum. Lokun mjólkurstöðvarinnar er enn ein aðför að hefðbundinni búsetu og atvinnulífi dreifbýlisins. Mjólkurstöðun hefur verið rekin áratugum saman og starfsfólk þar býr yfir mikilli starfsreynslu og metnaði í starfi.

Fyrirhuguð lokun er í nafni hagræðingar en ekki liggur fyrir í hverju sú hagræðing felst og var það kynnt sem „trúnaðarupplýsingar“. Svo virðist sem fyrst hafi verið ákveðið að loka og svo reiknuð hagræðing inn í ákvörðunina.

Mjólkurstöðin á Egilsstöðum er síðasta mjólkurbú fjórðungsins og reynslan hefur sýnt að þar sem mjólkurbúum er lokað, fylgir fljótlega minnkandi framleiðsla búanna. Þannig hefur þessi ákvörðun í för með sér fyrirsjáanlega stórfellda byggðaröskun á Austurlandi.

Ákvörðunin kemur á sama tíma og framkvæmdir á Austurlandi fara minnkandi og boðaðar hafa verið uppsagnir og lokanir í fiskvinnslufyrirtækjum.

Félagið skorar á Mjólkurbú Flóamanna að endurskoða ákvörðunina og krefst þess að áður en ákörðun er tekin verði lagður fram grundaður rökstuðningur fyrir því að ráðast að byggðinni og lífskjörum fólks sem unnið hefur fyrirtækinu af tryggð um áratuga skeið.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi