AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Forsætisráðherra leiðrétti ójöfnuð!

Á fundi stjórnar AFLs Starfsgreinafélags 1. október var meðfylgjandi samþykkt gerð.:

 

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags fagnar framkomnum hugmyndum forsætisráðherra um skattalækkanir. Stjórnin vill hins vegar árétta að mögulegar lækkanir bitni ekki á félagslegri þjónustu í landinu og ennfremur krefst stjórn AFLs þess að lækkun skatta fari fram með verulegri hækkun persónuafsláttar og þannig hækkun skattleysismarka en ekki með lækkun álagningarprósentu.

Stjórnin bendir á þann ójöfnuð sem farið hefur vaxandi síðustu ár. Skattprósenta hefur ítrekað verið lækkuð á meðan persónuafsláttur situr eftir og þannig verður auðsöfnun hinna tekjuhærri á kostnað láglaunafólks, öryrkja og bótaþega.

Í ljósi þess svigrúms sem forsætisráðherra hefur nú opinberað er tækifæri til að leiðrétta þennan ójöfnuð að fullu í einni svipan. Stjórn AFLs mun fylgja þessum hugmyndum eftir við gerð komandi kjarasamninga.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi