AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Þetta sögðum við allan tímann!

Mál starfsmanna GT verktaka á Kárahnjúkasvæði var fyrirsjáanlegt. AFL og fleiri verkalýðsfélög vöruðu við þessum aðstæðum m.a. í umsögnum til alþingis vegna laga sem samþykkt voru í maí sl. Ekkert var hlustað á verkalýðsfélögin og nú sitjum við öll í súpunni. Sjá lög um skyldur fyrirtækja með erlenda starfsmenn og umsögn AFLs um þau. Umsögin var skrifuð í febrúar og nú er allt að gerast sem við óttuðumst.

Síðastliðinn vetur fór hluti félagsmálanefndar alþingis um m.a. um Austurland og hélt fund með fulltrúum verkalýðsfélaganna og starfsmönnum Vinnumálastofnunar. Þingmenn hlustuðu fullir áhuga og hluttekningar, að því er virtist, á frásagnir okkar af ástandinu á vinnumarkaði. Síðan sendi AFL grundaða umsögn um frumvarp til laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja er senda starfsmenn tímabundið til starfa á Íslandi.

Þingmenn gerðu ekkert með umsögn AFLs og virti jafnframt að vettugi umsagnir annarra verkalýðsfélaga. Nú sitjum við uppi með ástand sem unnt hefði verið að varast. Jafnframt eru svo óljós og veik refsiákvæði í lögunum að það er augljós og skýr hagnaður af því að svindla og svíkja.

Hér má skoða umrædd lög með athugasemdum AFLs í neðanmálsgreinum og jafnframt erindi AFLs til félagsmálanefndar vegna málsins.

pdf lg_nr_45_2007 346.58 Kb                 umsogn_afls

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi