AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Einn í farbann - yfirheyrslur fram á nótt

img_1118Einn starfsmanna GT verktaka / Nordic Construction var laust fyrir háfleitt sl. nótt úrskurðaður í farbann í hálfan mánuð. Embætti ríkislögreglustjóra krafðist farbannsins en efnhagsbrotadeild lögreglunnar hefur tekið við rannsókn kærumála starfsmanna GT verktaka / Nordic Construction oog Vinnumálastofnunar á hendur þessum fyrirtækjum.

Í gær og fram á kvöld stóðu yfir vitnaleiðslur fyrir dómi yfir þeim þrettán starfsmönnum fyrirtækjanna sem sakað hafa fyrirtækin um rangar launagreiðslur og að hafa þvingað þá með hótunum um brottrekstur til að kvitta fyrir mótttöku mun hærri launa en þeir fengu greidd.

Launagreiðslur munu hafa farið fram með þeim hætti að tveir Lettar sem eru enskumælandi afhentu launaumslög og launaseðla eða kvittanir og fengu undirskrift starfsmannanna. Að sögn hinna starfsmannanna báru þessir tveir þau skilaboð jafnan að þeir sem ekki skrifuðu undir, yrðu reknir. Annað þessara lykilvitna fór af landinu með skyndingu í gærmorgun en hann hafði verið boðaður í skýrslutöku um hádegi.

Vitnaleiðslu höfðu áður verið boðaðar á mánudagsmorgun en þá verið frestað að óska Marteins Mássonar, lögmanns GT, og fylgdi það óskinni að ekki væri hætta á að vitni hyrfu úr landi. Eva Dís Pálmadóttir, hdl. er lögmaður AFLs en Lárus Bjarnason, sýslumaður kom fram fyrir ákæruvaldið vegna úrskurðar um farbann. Gísli Auðbergsson hdl. var lögmaður Lettans.

Það vakti nokkra athygli í gær þegar lögmaður GT sagði það aldrei hafa verið neitt leyndarmál að eigendur GT væru jafnframt eigendur starfsmannaleigunnar.

Nordic Construction Line hefur 38 starfsmenn skráða hjá Vinnumálastofnun. Fulltrúi hennar á Íslandi er Gísli Sveinbjörnsson, einn eigenda GT verktaka. Af skammstöfuninni „SIA" má sjá að Nordic Construction Line er einkahlutafélag.

Gísli segist ekki vita almennilega hver eða hverjir eigi starfsmannaleiguna. Jafnvel þó að Íslendingar séu hluthafar þá skipti það ekki sköpum því um annað fyrirtæki sé að ræða. Hringt hafi verið í GT verktaka og þeir einfaldlega þegið boð um starfsmenn tímabundið í tvo mánuði. Einhver hafi þurft að vera fulltrúi fyrirtækisins hér á landi og hann hafi tekið það að sér. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (Fréttablaðið 6. okt. 2007).

Í skýrslu sem sá er dæmdur var í farbann gaf fyrir rétti kom fram að fyrirkomulag launagreiðslna var með þeim hætti að einn starfsmanna GT afhenti þeim tveimur sem um er rætt, tösku með lokuðum umslögum. Þeir dreifðu síðan umslögunum á viðkomandi starfsmenn.

Þá kom fram í vitnaleiðslum yfir öðrum starfsmönnum fyrirtækjanna að þeir voru látnir skrifa undir ráðningasamninga sem dagsettir voru aftur í tímann eða til þess tíma er þeir voru ráðnir til starfa í Riga í Lettlandi og ennfremur að þeir voru látnir skrifa undir óútfyllta ráðninasamninga.

Ljóst er að nokkrir starfsmannanna kvittuðu fyrir móttöku launanna með fyrirvara er þeir rituðu á kvittunina á rússnesku eða lettnesku enda voru það tungumálin sem þeir töluðu við milligöngumennina. Ennfremur liggur fyrir að nokkrar launagreiðslur fóru fram með millifærslum og liggja gögn um þær fyrir.

 

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi