AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Lögregla vill ræða við Lettana aftur

Í stað þess að vera nú á leið heim til fjölskyldna sinna, verða Lettarnir 13 er dvelja á Egilsstöðum og hafa verið í skýrslutökum og vitnaleiðslum vegna ásakana í garð GT verktaka / Nordic Construction Line um um svik við launagreiðslur, verða þeir enn um sinn á landinu.

Lögreglan hefur lokið skýrslutökum af þeim 13 er kærðu fyrirtækin en óskar eftir að ræða frekar við mennina og bera undir þá einhver gögn sem aflað hefur verið.

Nokkuð hefur verið deilt um það hjá hverjum mennirnir unni, en ráðningarsamningar þeirra eru gefnir út af Nordic Construction Line, en ljóst er að launaumslög þeirra voru merkt GT verktökum. Ennfremur liggur fyrir að bankamillifærsla hér á landi sem greiddi laun eins þeirra, var greidd af GT.

Nordic Construction var stofnuð 24. júlí í Lettlandi en sama dag var jafnframt skráð í stjórnartíðindi í Lettlandi fyrirtækið GTVS en eigendur þess voru þeir sömu og eiga GT verktaka.

Sjá vefútgáfu Stjórnartíðinda í Lettlandi:

Firma: sabiedrība ar ierobe?otu atbildību "GTVS"

Adrese: Rīga, Krišjāņa Barona iela 79

Parakstītais pamatkapitāls: 2000 Ls

Apmaksātais pamatkapitāls: 2000 Ls

Valde: Finnbogason Trausti, Islande, Reikjavīka, Laugateigi 31, valdes priekšsēdētājs, ar tiesībām pārstāvēt kapitālsabiedrību atsevišķi; Sveinbjornsson Gisli, Islande, Hafnarfjordur, Vesturvangi 5, valdes loceklis, ar tiesībām pārstāvēt kapitālsabiedrību atsevišķi

Publikācijas Nr.: KMR00017591431196.

Starfsmaður AFLs og túlkur héldu fund með Lettunum seinnipartinn í dag og var engann bilbug að finna á mönnunum þrátt fyrir að aðgerðarleysið reynist þeim þungbært og áhyggjur af fjölskyldum þeirra og afkomu í framtíðinni - en það blasir við þeim öllum að þurfa að leita sér atvinnu - og hún er ekki á hverju strái í heimalandi þeirra.

AFL hyggst leggja mönnunum til bifreið á laugardag og þeir hafa mikinn hug á því að heimsækja Mývatn sem þeir hafa heyrt af og vilja ekki fara af landinu án þess að sjá hver. 

 

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi